Í lok síðasta árs, eða á þeim merkisdegi 30. desember, kom merkur maður að nafni Brian Kelly í heimsókn á Akranes. Kelly starfar við að ferðast um heiminn og kemur hann efninu til skila á samfélagsmiðlum.
Kelly er með vel á þriðju milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum á borð við Instragram.
Myndaband frá Íslandsheimsókn Kelly hefur nú þegar fengið hátt í 20.000 heimsóknir og leikur Akranesviti stórt og áberandi hlutverk í þessu myndbandi.
Nánari upplýsingar um Brian Kelly er að finna á vefsíðunni ThePointsGuy.com