Tæknifyrirtækinn Skaginn 3X frá Akranesi ásamt Frost og Rafeyri skrifuðu nýverið undir samning við útgerðar – og fiskvinnslufyrirtæki á austurströnd Rússlands. Fyrirtækin þrjú munu reisa fullkomna uppsjávarverksmiðju á Kuril eyjum.
Framleiðslugetan verður um 900 tonn á sólarhring þar sem leiðandi tækni verður notuð til þess að flokka, pakka og frysta uppsjávarfisk. Samkvæmt frétt á Fiskifréttum er talið að sambærileg verksmiðja kosti um 3 milljarða kr. en samningsupphæðin í þessu verkefni hefur ekki verið gefin upp.
Þetta er annað risaverkefnið sem Skaginn 3X kemur að á þessu sviði á skömmum tíma. Í lok síðasta árs var samið um uppbyggingu á nýrri uppsjávarvinnslu í Færeyjum – en sá samningur er upp á 5 milljarða kr.