Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgrein Íslands. Í gegnum tíðina hafa einstaklingar frá Akranesi verið í fararbroddi í ferðaþjónustunni.
Í fyrsta lagi var Skagamaðurinn Magnús Oddsson ferðamálastjóri Íslands á árunum 1990-2008. Magnús er fæddur árið 1947 og er í dag í fararbroddi að fanga athygli erlendra kylfinga sem vilja leika golf á Íslandi.
Bjarnheiður Hallsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Í öðru lagi eru tvær konur frá Akranesi í tveimur valda – og áhrifamestu stöðunum í ferðaþjónustunni. Og svo skemmtilega vill til að þær ólust báðar upp á Vesturgötunni.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamálaráðherra og fer fyrir hönd hins opinbera á þessu sviði.
Bjarnheiður Hallsdóttir er nýr formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar og er þar í fararbroddi fyrir hönd atvinnulífsins. Þórdís Kolbrún og Bjarnheiður sitja því saman við borðið hjá Stjórnstöð Ferðamála á Íslandi, sem er samvinnuverkefni fyrirtækjanna og hins opinbera.