Eins og fram hefur komið er Faxabrautin lokuð vegna niðurrifs á efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar. Þegar útsendari Skagafrétta var á svæðinu í morgun fór ekkert á milli mála að Faxabrautin er lokuð.
Verktakinn er að undirbúa niðurrifið eins og sést á þessum myndum sem teknar voru í dag, miðvikudaginn 18. apríl. Efnisgeymslan er risamannvirki, vel á annað hundrað metrar á lengd, rúmlega 30 metrar á breidd og nálægt 20 metrum á hæð.
Grafan sem notuð verður við niðurrifið er þessa stundina að moka efni inn á Faxabrautina sem notað verður sem undirstaða fyrir vinnuvélarnar sem rífa niður efnisgeymsluna.
Gert er ráð fyrir að Faxabrautin verði lokuð mun lengur en upphaflega var gert ráð fyrir.
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað kemur fram að ekki sé vitað hversu langan tíma niðurrifið á efnisgeymslunni taki – en upplýsingar um opnun Faxabrautar verða gefnar út um leið og ástandið skýrist.
Efnisgeymslan er hvíta langa húsið sem stendur hér lengst til hægri á loftmyndundum hér fyrir neðan.