Söngleikurinn Smellur hefur svo sannarlega slegið í gegn. Verkefnið er unnið af nemendum Grundaskóla og höfundarnir eru þeir Flosi Einarsson, Gunnar Sturla Hervarsson og Einar Viðarsson.
Smellur er sjöundi söngleikurinn úr smiðju þeirra félaga en þeir eru allir kennarar við Grundaskóla. Sjónvarpsstöðin N4 leit við á æfingu hjá hópnum nýverið og má sjá innslagið hér fyrir neðan.
Sýningum fer nú fækkandi en uppselt hefur verið á allar sýningarnar hingað til í Bíóhöllinni.
Rúmlega 1000 manns hafa því skemmt sér vel á Smelli en næstu sýningar eru í kvöld, fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí.