Fyrsti leikur ÍA í Inkasso-deild karla fer fram laugardaginn 5. maí í Akraneshöllinni þar sem Leiknir úr Reykjavík kemur í heimsókn. Mikil eftirvænting ríkir fyrir viðureignina sem hefst kl. 14.00. Það eru margir sem spá því að Skagamenn nái að koma sér í hóp bestu liða landsins á ný.
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson er lykilmaður ÍA en hann hefur lagt gríðarlega hart að sér á undanförnum misserum – og komið sterkur til baka eftir erfið hnémeiðsli.
Árni Snær svarar hér fyrir neðan nokkrum laufléttum spurningum. Þar kemur m.a. fram að Árni er á föstu, uppáhaldsdrykkurinn er vatn, Galito er uppáhaldsveitingastaðurinn, Árni vill fá þrist, bounty og hrískúlur í bragðarefinn og hann er með margar sögur sem tengjast Halli Flosasyni.
Fullt nafn: Árni Snær Ólafsson, 26 ára.
Gælunafn sem þú þolir ekki: Ætla ekki að fara gefa það upp þá myndu eineltisseggirnir sem ég þekki fara að nota það óspart
Hjúskaparstaða: Er á föstu.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Sem ég man eftir er það 3-0 sigur á KR í 8 liða úrslitum í lengjubikarnum 2008
Uppáhalds drykkur: Vatn á virkum, humlar um helgar.
Uppáhalds matsölustaður: Fer mest á Galito.
Hvernig bíl áttu: Golf Gti ‘01
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: 70 mín og Ríkið yfirburðar þættir
Uppáhalds tónlistarmaður: Frikki Dór og Drake og hús í andlit
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þristur, bounty og hrískúlur verður oftast fyrirvalinu.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ,,Hvernig gengur? Ertu komin á sjó?“ frá mömmu að hafa áhyggjur af mér þegar ég var á sjónum.
Hvaða þrjá einstaklinga tækir þú með þér til Vegas: Myndi taka 3 mína ríkustu vini til þess að ég gæti geymt veskið eftir heima, forstjóri RafPro Haukur Atli Hjálmars, Andri Adolphs og Jón ‚Cuz‘ Steinar.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Spilaði einu sinni við Hazard hann var mjög góður.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kári Ársæls er „mökk boring“ inni á vellinum en flottur utanvallar.
Sætasti sigurinn: Þegar ég var krýndur hraðasti leikmaður ÍA í desember 2017.
Mestu vonbrigðin: Mikil vonbrigði að hafa slitið krossband í nóvember 2016.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi signa Sindra Snæfells úr Kára.
Uppáhalds staður á Íslandi: Garðurinn á Grenigrund 33b er hrikalega huggulegur staður, sérstaklega á Írskum dögum.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Guðmundur Böðvar.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Gerðist ekki í leik en það var frábært atriði þegar ég náði að reka „Halt“ Flosa af æfingu í fyrrasumar. Erfitt að skrifa það niður spurjið mig eða „Halt“ út í þetta ef þið viljið meiri upplýsingar. Þetta moment er það skemmtilegasta og stoltasta moment sem ég hef upplifað á mínum fótbolta ferli.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Gloro, ég og Sindri Snæfells leikmaður Kára keyrum Gloro vagninn á Íslandi, vanmetnir skór.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Úr mörgu að velja en held það hafi verið enskan.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Haltur Flosa, Skarpi Magg og Viktor Helgi
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef nú í 1,5 ár lifað eftir menn eru menn lífstílnum sem Piddi Loftpressa startaði og hef verið mjög successfull á meðan og mæli með þeim lífstíl, talið við Pidda ef þið viljið vita hvernig sá lífstíll er.