Skagamenn hafa verið áberandi með U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu á undanförnum dögum. Ísland lék tvo vináttulandsleiki gegn Sviss.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði eina mark Íslands í fyrri leiknum sem tapaðist 4-1. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði fyrir Ísland í dag í 3-1 tapi gegn Sviss – en Ísak var jafnframt fyrirliði Íslands í báðum leikjunum. Skagamennirnir sáu því um markaskorunina í þessum leikjum fyrir Ísland.
Byrjunarlið Íslands:
Þorgils Gunnarsson (M).
Ísak Bergmann Jóhannesson (F).
Tómas Bjarki Jónsson.
Hrafn Hallgrímsson.
Hlynur Már Friðriksson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Ari Sigurpálsson.
Eyþór Orri Ómarsson.
Grímur Ingi Jakobsson.
Björn Bogi Guðnason.
Andi Morina.
Hér má sjá mörkin úr síðari leiknum.
Hér má sjá markið sem Hákon skoraði.