Eitt tilboð barst í byggingarrétt á Dalbrautarreit frá Leigufélaginu Bestla ehf. Þetta kemur fram í fundargerð skipulags -og umhverfisráðs 8. maí s.l.
Í tilboði felst: Kauptilboð Bestla í byggingarétt vegna Dalbrautar 4, kr. 125.415.000. Söluverð Bestla í þjónustumiðstöð aldraða á Dalbraut 4, kr. -330.200.000 (samkv. skilalýsingu, ríflega fokhelt húsnæði).
Dalbraut 4 er efst til hægri í gulmerktu byggingunum á þessari mynd – þar sem stendur í texta 2-3 hæðir. Reiturinn er við hliðina á byggingu sem hýsti áður ÞÞÞ en er í dag notað sem fimleikahús.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við leigufélgið Bestla varðandi Dalbraut 4, að því tilskyldu að það uppfylli ákvæði úthlutunar- og útboðsskilmála vegna sölu byggingarréttar á Dalbraut 4 og 6 og á Þjóðbraut 3 og 5.
Jafnframt leggur Skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að þær lóðir sem ekki komu tilboð í þ.e. Þjóðbraut 3, Þjóðbraut 5 og Dalbraut 6 verði settar á lóðarlista til úthlutunar með þeim skilyrðum sem fram komu í úthlutunar- og útboðsskilmálum vegna sölu byggingarréttar á Dalbraut 4 og 6 og á Þjóðbraut 3 og 5.