Kylfingurinn Stefán Orri Ólafsson fór á kostum í Frumherjabikarinn fór fram s.l. fimmtudag á Garðavelli. Klúbbmeistarinn í karlaflokki 2017 fékk alls átta fugla og skilaði inn skori á -7 eða 65 höggum af gulum teigum. Vallarmetið af gulum teigum var þó ekki í hættu en það á Birgir Leifur Hafþórsson, 58 högg eða -14.
Vallaraðstæður á Garðavelli eru góðar og voru kylfingar almennt ánægðir með ástand vallar í upphafi sumars.
Myndin er frá verðlaunaafhendingu á meistaramóti Leynis 2017. Frá vinstri; Hannes Marinó Ellertsson, Stefán Orri Ólafsson og Þórður Emil Ólafsson.
Frumherjabikarinn er innanfélagsmót með mikla hefð allt aftur til ársins 1986 er það var haldið í fyrsta skipti. Í þetta skiptið mættu 38 keppendur til leiks.
Helstu úrslit
Höggleikur með forgjöf
1. Gunnar Davíð Einarsson, 70 nettó
2. Guðlaugur Guðjón Kristinsson, 71 nettó (betri á síðustu sex holum)
3. Birgir Arnar Birgisson, 71 nettó
Höggleikur án forgjafar (besta skor)
1. Stefán Orri Ólafsson, 65 högg
Nándarverðlaun á par 3 holum
3. hola, Birgir A. Birgisson 1.52 m
8. hola, Pétur Sigurðsson 3.28 m
14. hola, Hafsteinn Þórisson 7.80 m
18. hola, Vilhjálmur E.Birgisson 1.20 m