Aðsend grein:
Hvernig er að búa á Akranesi. Einfalda svarið það er æðislegt, við búum við frábært aðgengi að öllu, aðstöðu, frábært bæjarfélag, það eru allir að hjálpast að að gera íþróttalífið betra. Allavega eins og sést á því að við erum með 19 aðildarfélgög undir Íþróttabandalaginu og nokkur sem bíða eftir að komast að.
En hvers vegna eigum við að hlúa að íþróttum?
Jú það er heilsuamlegt og lengir líf okkar. Það er sænsk rannsókn sem sýndi að eldra fólk sem stundaði útivist og golf væri með 8-10 ára lengri lífslíkur en þeir sem stunduðu ekki íþróttir. Þetta er heilsusamlegra fyrir krakkana okkar, eflir þau í ákveðnum gildum sem er gott veganesti út í lífið. Mæta á réttum tíma, samvinna við liðsfélaga, setja sér markmið, virðing og agi.
En hvað höfum við upp á að bjóða fram yfir önnur sveitafélög?
Við erum með bestu grunn- og leikskóla á landinu. Menntunarstig okkar fólks er hærra og mannekla lítil. Einnig er starfsmannavelta lítil, svo við erum að gera eitthvað gott.
Hverjir eru styrkleikar Akraness?
Við erum með frábæran framhaldsskóla, stutt í allt, við erum með heimavist, frábæra þjálfara í öllum greinum, við bjóðum upp á fjölbreyttar íþróttir, bær nálægt borg. Það þekkja allir Akranes undir þeim merkjum að þetta er íþróttabærinn Akranes. Við erum í raun með besta bæjarstæði á landinu. Frábæran golfvöll, frábæra íþróttaaðstöðu, frábæran Langasand og frábær útivistarsvæði til heilsueflingar.
Hverjir eru veikleikar Akraness?
Helstu veikleikar Akranes er sýnileiki, það vantar eina sameiginlega heimasíðu á nokkrum tungumálum sem vísar veginn í íþróttamáum. Það vantar einn aðila sem sér um skráningu í flokka fyrir allar deildir, markaðssetning, samvinna milli félaga, samvinna stofnanna, ákvörðunartaka og ímynd.
Auglýsing
Hverjar eru ógnanir Akraness?
Það eru önnur bæjarfélög, nú eru bæjarfélögin sem bjóða upp á toppíþróttir að auglýsa sig í sjónvarpinu, eins og Selfoss og Sauðárkrókur, einnig Akureyri, samgöngur ógna, ímynd, afþreying, niðurskurður Ríkisvaldsins til framhaldsskólans á Akranesi.
En hver eru tækifæri bæjarins?
Það er að efla íþrótta-og skólabæinn. Búa til eftirsóttann stað fyrir fjölskyldur til að búa með afreksíþróttafólk. Vera sýnileg, vera með þverfalegt teymi, taka af skarið, skara fram úr og hjálpa íþróttafélögum að starfa á Akranesi.
Noregur hefur farið þessa leið í sínum ,,bæjum út á landi “ þar hafa bæir sérhæft sig í þeim íþróttagreinum sem bærinn býr upp á. – efla það og skara fram úr.
Gleðilegan kosningadag
Hulda Birna Baldursdóttir
Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA
Auglýsing