Arnar Már hetja Skagamanna í 2-1 sigri gegn Grindavík

Arnar Már Guðjónsson tryggði Skagamönnum sæti í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld.

Arnar skoraði sigurmarkið rétt fyrir leiksloks í 2-1 sigri ÍA.

Steinar Þorsteinsson skoraði fyrra mark ÍA í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Bjarka Steini Bjarkasyni.

Aron Jóhannsson jafnaði fyrir Grindavík 10 mínútum fyrir leikslok en Arnar Már tryggði ÍA sigurinn gegn næst efsta liði Pepsi-deildar karla.

Steinar Þorsteinsson.

Grindavík leikur í Pepsi-deild eins og áur segir og er liðið í næst efsta sæti. Skagamenn eru í næstu deild þar fyrir neðan, Inkasso-deildinni.

ÍA er þriðja sigursælasta liðið frá upphafi í þessari keppni með 9 titla. ÍA vann fyrsta bikartitilinn í karlaflokki en það eru 16 ár frá því að ÍA varð síðast bikarmeistari.  (1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003).

Auglýsing



Auglýsing