Sólin læddist aftan að Birni Bergmann í Rússlandi

Björn Bergmann Sigurðarson fékk aðeins að finna fyrir sólinni í gær á æfingu með íslenska landsliðinu í Rússlandi.

Í samtali við RÚV segir Skagamaðurinn að sólin hafi bakað axlirnar á honum nokkuð vel – og hann útskýrir afhverju í þessu myndbandi.

Okkur hér á skagafrettir.is þykja þessar fregnir áhugaverðar og kannski eru þær undarlegar í ljósi þess að Björn Bergmann dvaldi í töluverðan tíma á Akranesi áður en hann hélt til Rússlands.

Og framherjinn sterki ætti því að vera nokkuð vanur sólinni eftir að hafa verið í steikjandi sól í aðdraganda HM á Akranesi.

Auglýsing