Unnur Ýr skoraði fimm í 11-0 sigri ÍA gegn Sindra

Kvennalið ÍA skoraði 11 mörk gegn engu í stórsigri liðsins gegn Sindra frá Höfn í Hornafirði í Inkasso-deildinni í kvöld.

Sigurinn var mikilvægur fyrir ÍA sem lagaði markatöluna verulega með þessum sigri.  Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði fimm mörk í leiknum.

ÍA er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig í fjórða sæti deildarinnar en Keflavík er efst með 13 stig.

Nánar er fjallað um leikinn á heimasíðu ÍA. 



 

Auglýsing