Kári skaut sér upp í 2. sætið með frábærum sigri

Leikmenn Kára náðu frábærum úrslitum í gær þegar liðið lagði Völsung frá Húsavík 4-2 í 2. deild karla. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni og með sigrinum náði Kári að þoka sér upp í 2. sæti deildarinnar, við hlið Þróttar úr Vogum.

Páll Sindri Ein­ars­son skoraði fyrsta mark leiks­ins fyr­ir Kára úr víta­spyrnu eft­ir aðeins tvær mín­út­ur. Staðan í hálfleik var 1-0.  Gylfi Brynj­ar Stef­áns­son og Arn­ar Freyr Sig­urðsson bættu við mörk­um í upphafi síðari hálfleiks.

Húsvíkingurinn Bjarki Bald­vins­son minnkaði mun­inn á 83. mín­útu. Helgi Jóns­son bætti við fjórða marki Kára í upp­bót­ar­tíma áður en Ásgeir Kristjáns­son skoraði fyrir Völsung rétt fyrir leikslok. Lokatölur 4-2.

  

Auglýsing