Skagamaðurinn Stefán Gísli Örlygsson stóð fyrir sínu með íslenska landsliðinu í skotfimi.
Íslenska liðið keppti á heimsbikarmóti sem fram fór í Tucson í Bandaríkjunum.
Sveitin setti nýtt Íslandsmet með því að ná 344 stigum samtals en metið var 339 stig sem var sett á HM á Ítalíu árið 2015.
Stefán Gísli, sem er skotmaður Akraness 2017, fékk alls 115 stig (24-20-23-23-25) og endaði hann með næst bestan árangur íslenska liðsins sem skilaði honum í 37. sæti.
Sigurður Unnar Hauksson varð í 34. sæti með 113 stig (24-21-22-23-23) og Hákon Þ. Svavarsson varð í 48. sæti með 113 stig (24-21-22-23-23).
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/04/skotmadur-arsins-stefan-gisli-orlygsson/
Auglýsing