Frábær stemning var fyrir utan Akranesvitann í gær, miðvikudaginn 1. ágúst, þegar fjórar harðkjarnahljómsveitir héldu þar tónleika.
Að öllu jöfnu eru tónleikar haldnir í Akranesvitanum sjálfum en að þessu sinni voru tónleikarnir fyrir utan vitann.
Skagasveitin xGADDAVÍRx lokaði gigginu af krafti eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Aðrar sveitir sem komu fram voru Dauðyflin, Tromblon frá Frakklandi og Beyond Peace frá Bandaríkjunum.
Auglýsing