Skemmtiferðaskipið Le Boreal kemur á fimmtudaginn

Skemmtiferðaskipið Le Boreal mun leggjast að bryggju í Akraneshöfn fimmtudaginn 9. ágúst. Skipið kom til Akraness í fyrra og var það í fyrsta sinn sem skemmtiferðaskip lagðist að bryggju á Akranesi.

Frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna.

Le Boreal er í eigu Ponant. Skipið er 10.944 brúttótonn, 142 m. að lengd, 18 m. að breidd og með djúpristu upp á 4,8 m. Á skipinu eru 6 þilför fyrir gesti. Le Boreal getur tekið mest 264 farþega, auk áhafnar.

Árið 2017 kom skemmtiferðaskip í fyrsta skipti til Akraness og var því um sögulegan viðburð að ræða bæði fyrir bæjarfélagið sem og Faxaflóahafnir sf. Það var einmitt skemmtiferðaskipið, Le Boreal, sem átti sína fyrstu skipukomu þá til bæjarfélagsins.

Markaðsetning á Akranesi hefur gengið vonum framar enda margt áhugavert að sjá bæði innan sem utan bæjarmarka. Í ár eru bókaðar alls 15 skipakomur til Akraness, þ.e. 14 skipakomur koma frá Panorama í eigu Variety Cruises og 1 skipakoma kemur frá Le Boreal í eigu Ponant.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/07/30/le-boreal-er-fyrsta-skemmtiferdaskipid-sem-kemur-a-skagann/

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/08/09/skemmtilegt-myndband-fra-komu-le-boreal-til-akraness/

Auglýsing