„On My Mind“ er nýtt lag sem Skagamaðurinn Baldur Einarsson birti nýverið á Youtube.
Baldur var að útskrifast úr 10. bekk Grundaskóla á Akranesi.
Hann vakti mikla athygli fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hjartasteinn – og næsta skref á ferli hans á listasviðinu er tónlistin.
Baldur þarf ekki að leita langt eftir góðum ráðum varðandi tónlistina. Faðir hans er Einar Örn Jónsson, sem er þaulreyndur í tónlistarbransanum, sem félagi í hljómsveitinni Í Svörtum Fötum. Lagið „On My Mind“ er eftir Einar Örn og hann á einnig textann.
Móðir Baldurs er Hulda Birna Baldursdóttir frá Akranesi.
Auglýsing