ÍA leikur tímamótaleik á laugardaginn kl. 13 á Grenivík í Inkasso-deild karla í knattspyrnu.
Það verður í fyrsta sinn sem ÍA leikur gegn Magna í deildarkeppni á heimavelli Magna í Grenivík. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.
ÍA er í efsta sæti deildarinnar og framundan er hörkulokasprettur um laust sæti í Pepsi-deildinni en Magni er í botnbaráttunni.
Eins og áður segir hefst leikur Magna og ÍA fram kl. 13.00 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás Magna frá Grenivík.
Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að komast inn á Youtube rásina sem sýnir frá leiknum