Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson setti í kvöld nýtt met þegar hann kom inná sem varamaður hjá rússneska liðinu CSKA Moskva í leik liðsins gegn Viktoria Plzen í Meistaradeild Evrópu.
Arnór, sem er 19 ára gamall, er þar með yngsti íslenski leikmaðurinn sem kemur við sögu í Meistaradeild Evrópu. Arnór kom inná sem varamaður á 81. mínútu en leikurinn fór fram í Tékklandi á heimavelli Viktoria Plzen. Leikurinn endaði 2-2.
Alls hafa 12 íslenskir leikmenn leikið í Meistaradeild Evrópu.
Arnór er eins og áður segir 19 ára en áður var Kolbeinn Sigþórsson yngstur Íslendinga til að spila í þessari keppni, 21 árs gamall með Ajax árið 2011.
Auglýsing