Oliver og Ísak eftirsóttir – Norrköping hefur áhuga á Skagamönnunum ungu

„Ég get sagt að það eru fleiri klúbbar sem hafa áhuga á þessum drengjum,“ segir Skagamaðurinn Stefán Þórðarson í viðtali við Norrköpings Tidningar.

Oliver Stefánsson, sonur Stefáns, og Ísak Bergmann Jóhannesson, systursonur Olivers, hafa á undanförnum dögum dvalið hjá sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping.

Oliver er 16 ára og Ísak Bergmann er 15 ára – en þeir léku stórt hlutverk með 2. flokki ÍA í sumar sem landaði Íslandsmeistaratitlinum. Þar að auki hafa þeir leikið lykilhlutverk með yngri landsliðinum Íslands að undanförnu.

Það er óhætt að segja að IFK Norrköping hafi góða reynslu af því að semja við Skagamenn. Nýverið seldi félagið Skagamanninn Arnór Sigurðsson fyrir metfé til CSKA Moskva – en Arnór er aðeins 19 ára gamall.

Stefán Þórðarson var atvinnumaður hjá IFK Norrköping um fjögurra ára skeið og naut hann mikilla vinsælda hjá stuðningsmönnum liðsins,

Móðir Olivers er Magnea Guðlaugsdóttir og móðir Ísaks Bergmanns er Jófríður Guðlaugsdóttir.

Nánar má lesa um heimsókn þeirra Olivers og Ísaks hér: 

 

Auglýsing