Albert og áhöfn hans á Víkingi AK í efsta sæti

Skagamaðurinn Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK,  fiskar vel ásamt áhöfn sinni. Skipið er við löndum í Vopnafirði með um 1.800 tonn af Kolmunna.

Á vef HBGranda segir Albert að fiskurinn sé feitur og fallegur, en Víkingur AK var við veiðar sunnarlega í færeyskri lögsögu.

Víkingur AK er efstur á lista yfir heildarafla uppsjávarskipa samkvæmt frétt á hinum skemmtilega fréttavefnum aflafrettir.is.

aflafrettir.is. 

Víkingur er með rúmlega 55.000 tonn í heildarafla í efsta sæti listans eftir 39 landanir. Listinn var gerður áður en Víkingur AK landaði í 40. sinn á þessu fiskveiðiári.

Bjarni Ólafsson AK, er í sjöunda sæti á þessum lista með rúmlega 36.000 tonn eftir 31 löndun.

Listinn, sem er frá aflafrettir.is er hér fyrir neðan.

Auglýsing



Auglýsing