Í dag fer fram styrktarleikur í Akraneshöllinni þar sem að Kári tekur á móti Þrótti úr Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 16:30.
„Bjarki Már Sigvaldason hefur unnið hug og hjörtu íslendinga með einlægni sinni og hetjulegri baráttu gegn illvígu krabbameini sem lítið verður ráðið við. Það er því okkur Káramönnum sannur heiður að fá að styðja við bakið á Bjarka og hans fallegu fjölskyldu með þessu lítilræði. Við hvetjum alla fótboltaáhugamenn og aðra á Akranesi og nágrenni til að kíkja í hörkuleik í Akraneshöll á sunnudaginn og styðja þessa fallegu fjölskyldu í þeirri baráttu sem framundan er,“ segir í tilkynningu frá Kára.
Káramenn ætla einnig að vera með uppboð á landsliðstreyju Birkis Más Sævarssonar sem árituð er af frábærum hópi landsliðsmanna Íslands og hvetjum við fyrirtæki til að bjóða sérstaklega í hana í skilaboðum á fésbókarsíðu Kára.
Valfrjálst miðaverð verður á leikinn 1.000kr, en miðinn gildir einnig sem happdrættismiði en að sjálfsögðu verður hægt að kaupa fleiri en einn miða á mann enda glæsilegir vinningar í boði. Einnig verður kaffisala á staðnum ásamt meðlæti. Öll innkoma mun renna óskert til Bjarka og fjölskyldu.
Ef fólk hefur ekki tök á að mæta að þá viljum við benda á að það er einfalt að legga sitt að mörkum með því að leggja inná styrktarreikning Bjarka og fjölskyldu,“ segir í tilkynningu frá Kára.
Reikningsnúmer: 130-26-20898
Kennitala: 120487-2729