Auglýsing
Arnór Sigurðsson heldur áfram að skrifa nýja kafla í knattspyrnusöguna. Skagamaðurinn ungi skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri CSKA Moskva á útivelli gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir sigurinn náði CSKA Moskva ekki að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Arnór var valinn maður leiksins af dómnefnd á vegum Meistaradeildar UEFA.
Leikurinn fór fram á hinum sögfræga velli Santiago Bernabéu í Madrid á Spáni. Völlurinn tekur rúmlega 81.000 áhorfendur í sæti og er einn þekktasti knattspyrnuvöllur heims. Foreldrar Arnórs og systkini voru viðstödd í Madrid og sáu þessa sögulegu stund.
Arnór var að skora sitt annað mark í Meistaradeildinni en hann er í fámennum hópi íslenskra leikmanna sem hafa skorað í Meistaradeildinni.
Aðeins Eiður Smári Guðjohnsen (7 mörk) og Alfreð Finnbogason (1 mark) hafa einnig náð að skora í Meistaradeildinni. Arnór er því næst markahæsti leikmaður Íslands í Meistaradeild Evrópu.
0 #RMACSKA 3 pic.twitter.com/bUFtJI1URf
— GoalTV (@GoalTV17) December 12, 2018
Margrét Ákadóttir, Sunna Sigurðardóttir, Ingi Þór Sigurðsson og Sigurður Þór Sigursteinsson á Santiago Bernabéu í Madrid á Spáni í kvöld.
Auglýsing
Auglýsing