Auglýsing
Björgunafélag Akraness á stórafmæli í dag, 14. desember.
Á þessum degi fyrir 90 árum eða árið 1928 var Björgunarsveitin Hjálpin stofnuð á Akranesi. Félagið starfaði undir því heiti allt til ársins 2000 þega Björgunarfélag Akraness var stofnað.
Hjálparsveit Skáta var með öflugt starf á Akranesi á árunum 1983 – 2000 en félagið rann inn í Björgunarfélag Akraness þegar það var stofnað um síðustu aldamót.
Meðlimir Björgunarfélags Akraness og Slysavarnadeildarinnar Líf að minnast þessara tímamóta laugardaginn 15. desember í höfuðstöðvum félagsins að Kalmansvöllum 2 á Akranesi. Opið hús frá 14-16.
Gestum og gangandi er boðið að kíkja í heimsókn og kynna sér starfsemina og þiggja léttar veitingar.
Í tilkynningu frá félaginu er sérstaklega tekið fram að þeir sem hafi tekið þátt í björgunarstarfi á Akranesi í gegnum árin eru sérstaklega velkomnir.
Auglýsing
Auglýsing