Bráðum getur þú „hangið“ á netinu út um „allt“ á opnum svæðum á Akranesi

Auglýsing



Akraneskaupstaður fékk nýverið styrk frá Evrópusambandinu til þess að setja upp þráðlaust net á opnum svæðum á Akranesi.

Þau svæði sem Akraneskaupstaður er að skoða varðandi uppsetningu á þráðlausu neti eru til að mynda Garðalundur, Langisandur, Breiðin og Akratorg.

Skagafjörður og Reykjavíkurborg fengu einnig styrk úr þessum sjóði. Alls bárust 13.000 umsóknir og fengu 2.800 sveitarfélög styrk.

Evrópusambandið úthlutaði ríflega 6 milljörðum kr. í þetta verkefni. Akraneskaupstaður fær rétt rúmlega 2,1 milljónir kr. í sinn hlut.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar: 

 

Auglýsing



Auglýsing