Auglýsing
Áramótabrennurnar á Akranesi á Gamlárskvöld verða á tveimur stöðum.
Við Víðigrund á Akranesi og á Elínarhöfða skammt frá tjaldsvæðinu á Akranesi.
Við Víðigrund á Akranesi verður kveikt í bálkestinum kl. 20.30.
Samkvæmt venju ganga íbúar frá enda Víðigrundar í átt að brennunni með kyndla um kl. 20.
Fyrir þá sem eru ekki alveg með það á hreinu þá er Víðigrundin ekki langt frá Dvalarheimilinu Höfða og bálkösturinn er staðsettur við sjávarsíðuna.
Við Elínarhöfða verður kveikt í bálkestinum kl. 20.00 og eru allir velkomnir. Áramótabrennan við Elínarhöfða verður ekki langt frá tjaldsvæðinu á Akranesi.
Auglýsing
Auglýsing