Auglýsing
Það eru spennandi tímar framundan hjá Matarbúri Kaju og Café Kaju.
Nýjar og áhugaverðar vörur eru að líta dagsins ljós eftir margra mánaða undirbúningsvinnu
Karen Jónsdóttir frumkvöðull og eigandi Kaja Organic hefur unnið að þessum verkefnum hörðum höndum ásamt samstarfsfólki sínu.
Um er að ræða Ketó frækex sem er til í þremur tegundum og latte drykkjarlínu sem standast allar vottanir um lífræna framleiðslu.
Ketó línan mun fást í verslunum Hagkaups, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Melabúðin, Bændur í bænum og mögulega víðar. Þar að auki er fyrirtækið að setja á markað Latte-drykkjarlínu sem á eftir að vekja athygli – en það verkefni hefur staðið yfir í um eitt ár.
Hvað er ketó?
Í mjög einfölduðu máli snýst þetta um að borða þannig að líkaminn skipti úr því að nota kolvetni sem orkugjafa yfir í það að nota fitu sem orkugjafa.Kolvetni: 2-5 %
Prótín: 12-20 %
Fita: 75-80 %
„Við erum einnig að baka Ketó brauð þrisvar sinnum í viku, mánudaga, miðvikudag og föstudaga. Þegar hráefnastaðan verður betri er markmiðið að selja bökuð Ketó-brauð til Reykjavíkur. Að sjálfsögðu verða þau brauð lífrænt vottuð þar sem við notum rjómaost frá Biobú og lífræn egg frá Nesbú í brauðið,“ segir Karen.
„Við notum einungis fræ og möndlumjöl – og þessi kexlína hentar því vel fyrir þá sem eru að stunda Ketó mataræði.“
Café Kaja er staðsett við Stillholt 23 og hentar húsnæðið vel fyrir framleiðsluna.
„Við bökum þetta allt hér á Café Kaju. Það er gott rými fyrir aftan kaffihúsið sem við nýtum í framleiðsluna. Eva Hauksdóttir og Berglind Gunnarsdóttir sjá um baksturinn á frækexinu. Brauðblandan er flutt inn af heildsölu Kaju Organic. Blandan kemur í 25 kg. sekkjum og ferlið byrjar í lagerhúsnæði okkar við Kalmannsvelli. Kári Víkingur sér um pökkun og dreifingu.“
Eins og áður segir eru þrjár tegundir í boði í lífrænu ketó-frækexlínu Kaju. Frækex með möndlumjöli, osti og súkkulaði.
Umbúðirnar eru hannaðar af Unni Jónsdóttur, grafískum hönnuði, en hún er fædd á Akranesi og búsett hér á Skaganum. Myndlistakonan Erna Hafnes frá Akranesi teiknaði myndir sem prýða umbúðirnar.
Skemmtilegar tengingar eru við sögu Akraness í textanum á umbúðunum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Auglýsing
Auglýsing