Skagamenn tóku völdin í útvarpsþætti á Rás 2

Auglýsing



Það var mikið Skagaþema í útvarpsþættinum Füzz á Rás 2 í gærkvöld þar sem að tónlistarmaðurinn Hlynur Ben sem búsettur er á Akranesi fékk góðan gest í þáttinn.

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn:

Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, kennari við Brekkubæjarskóla á Akranesi, ræddi þar um rokkáhuga sinn og valdi lög af einni af uppáhaldsplötu sinni. Vilborg Þórunn dró fram glerhart þungarokk, plötuna Unleashed in the East með Judas Priest og voru spiluð tvö lög af þeirri plötu.

Hlynur valdi plötu þáttarins sem heitir Anthem of the Peaceful Army sem Greta Van Fleet sendi frá sér fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan.

Sveitin hefur skotist upp á stjörnuhimininn á stuttum tíma og þótt bandið sé nýlegt þá er sándið gamaldags. GVF samanstendur af þremur bræðrum og einum vini þeirra. Þeir eru fæddir á árunum 1996-1999 þó að hljómurinn gefi annað til kynna. Þess má geta að þeir eru tilnefndir til fernra Grammy-verðlauna þetta árið og þá er þessi nýja plata ekki einu sinni tekin með.

A+B er gömul klassík frá hljómsveitinni Kansas, sem átti að heimsækja okkur fyrir tveimur árum en hættu við á síðustu stundu. Nánar um það í þættinum.

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlusta á þáttinn:

 

Auglýsing



Auglýsing