Mun Jakob Þór leikari úr Ófærð prjóna ÍA búning í næsta þætti?

Auglýsing



Í síðustu viku birtist Skagamaðurinn Jakob Þór Einarsson sem Kaupfélagsstjórinn í spennuþáttaröðinni Ófærð sem sýnd er á RÚV.

Karakterinn sem Jakob Þór leikur hefur áhuga á að prjóna eins og kom fram í frétt á skagafrettir.is.

Stóra spurningin sem brann á Skagamönnum og öðrum sem sáu þáttinn var eftirfarandi. Hvað er verslunarstjórinn að prjóna í vinnutímanum? Jakob Þór svaraði þeirri spurningu sjálfur með gamansömum hætti á fésbókarsíðu Skagafrétta.

„Verðlaun fyrir rétt svar er ÍA búningur úr íslenskum lopa, handprjónaður af Skagamanninum sjálfum,“ segir leikarinn og Skagamaðurinn Jakob Þór Einarsson.

Hvað er Skagamaðurinn Jakob Þór að prjóna í Ófærð?

Eins og áður segir var hlutverk Jakobs Þórs ekki mjög fyrirferðarmikið en það verður spennandi að fylgjast með framvindunni. Jakob Þór hefur í gegnum tíðina leikið stór hlutverk í íslenskum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Má þar nefna kvikmyndirnar Óðal feðranna og Hrafnin flýgur. Hann hefur einnig komið talsetningu á gríðarlegu magni af barnaefni sem sýnt hefur verið í sjónvarpi. Má þar nefna að Jakob Þór er röddin á bak við Póstinn Pál.

Það er aldrei að vita að verslunarstjórinn sem hann leikur hafi eitthvað að gera með þá hryllilegu atburði sem hafa átt sér stað í friðsæla þorpinu norður í landi. Hann er kannski með eitthvað nýtt á prjónunum?

 

 

 

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/14/hvad-er-skagamadurinn-jakob-thor-ad-prjona-i-ofaerd/

Auglýsing



Auglýsing