Tímavélin: Fjölmenni á strandakstursmóti á Langasandi

Auglýsing



Í tímavélinni förum við aftur til ársins 2006 þar sem mikið var um að vera á Langasandi á Akranesi.

Tímarnir hafa breyst mikið eins og sjá má á þessum myndum sem Skagafréttir tóku þann 18. október 2006.

Reyk lagði úr báðum skorsteinunum við Sementsverkssmiðjuna og fiskimjölsverksmiðju HB Granda.

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) og Vélíþróttaklúbbur Akraness héldu gríðarstórt strandakstursmót á þessum degi. Fjölmenni fylgdist með keppendum sem voru um 50 á öllum aldri.

Skagamaðurinn Ólafur Gíslason var aðalhvatamaðurinn að þessum viðburði sem tókst vel og var endurtekinn tveimur árum síðar. Sandbraut var lögð á Langasandi og brunuðu keppendur á miklum hraða í blíðskaparveðri á Akranesi.

Ólafur Gíslason var aðalhvatamaðurinn á bak við strandaksturskeppnina á Langasandi.

 

Auglýsing



Auglýsing