Auglýsing
Erla Karitas Jóhannesdóttir var hetja ÍA í gær þegar liðið sigraði Augnablik í Faxaflóamótinu í knattspyrnu.
Erla Karitas skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik en leikurinn fór fram í Smáranum.
ÍA hefur ekki tapað leik í þessari keppni en liðið hefur leikið vel að undanförnu. ÍA sigraði FH 4-1 í fyrstu umferð keppninnar og er ÍA efst í riðlinum með 6 stig.
Auglýsing
Auglýsing