Auglýsing
„Þetta verður mögnuð upplifun fyrir bæði Íslendinga og erlenda gesti. Framleiðslugæðin og hugsunin sem er lögð í bæði hönnun hússins og sýninguna sjálfa eru stórkostleg,“ segir Skagakonan Eva Eiríksdóttir við skagafrettir.is. en hún tók nýverið við nýju spennandi starfi sem markaðsstjóri hjá Flyover Iceland.
En hvað er Flyover Iceland?
„Flyover Iceland er einstök háloftaheimsókn þar sem gestum er boðið í sýndarflugferð yfir stórbrotna náttúru Íslands. Notast er við nýjustu tækni í kvikmyndagerð til að gefa sem sannasta mynd af stórkostlegu landslagi landsins. Sérsmíðuð sæti lyftast og hreyfast með myndinni sem gefur áhorfandanum þá tilfinningu að hann svífi yfir landið. Vindur, hljóð og lykt virkja skilningarvitin og auka á upplifunina.
Auk flugsins eru tvær minni sýningar í húsinu sem gera menningu og sögu Íslands hátt undir höfði. Sýningin opnar í Grandanum í júlí í nýju og glæsilegu húsnæði sem byggt hefur verið utan um þetta verkefni.
„Ég kynntist FlyOver Iceland verkefninu í gegnum Norðurflug en yfirflugmaður Norðurflugs flaug þyrlunni sem var notuð í allar upptökur. Ég var tengiliður Norðurflugs við FlyOver Iceland teymið. Ég sá að starfið var auglýst, sótti um og ég sé ekki eftir því. Það eru tvö öflug fyrirtæki sem standa á bak við FlyOver Iceland. Það eru Esja Attractions og Pursuit Collection. Pursuit er kanadískt/amerískt fyrirtæki sem rekur m.a. FlyOver Canada. Frá þeim hef ég gífurlegan stuðning og get gengið að allri þeirri þekkingu og reynslu sem þar er til staðar.
Eva er með MS gráðu í Nýsköpun og Viðskiptaþróun frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Norðurflug Helicopter Tours frá 2017-2018. Þar áður var hún verkefnastjóri hjá félaginu.
Ættartréð:
Eva Eiríksdóttir er gift Sigurði Mikael Jónssyni blaðamanni.
Þau eiga eina dóttur og einn son, Rakel Alba og Eiríkur Elía.Foreldrar Evu eru Steinunn Eva Þórðardóttir og Eiríkur Guðmundsson.
Afi og amma Evu í móðurætt eru Þórður Árnason og Silja Engilbertsdóttir.
Afi og amma Evu í föðurætt eru Sólrún Engilbertsdóttir og Guðmundur Pálmason,en Guðmundur lést árið 2015.
Sigurður Mikael er einnig fæddur á Skaganum.
Foreldrar Sigurðar eru þau Sigrún Elíasdóttir og Jón Atli Sigurðsson.
Auglýsing
Auglýsing