„Við þetta verður ekki unað!“ – „Mótmælum þessu kröftuglega“

Auglýsing



Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is hefur framkvæmdum við breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verið slegið á frest.

Miklar umræður hafa verið um þessa ákvörðun á fésbókarsíðu Skagafrétta og einnig á fésbókarsíðunni „Til öryggis á Kjalarnesi.“

Og eru mikill meirihluti ósammála ákvörðuninni.

„Fyrstu viðbrögð hér eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er gjörsamlega óskiljanleg ráðstöfun. Nú þurfa allir, bæði almenningur, sveitarstjórnarmenn sem og þingmenn í Norðvesturkjördæmi að leggjast á allar árar og mótmæla þessu kröftuglega! Enda fyrirséð, að afleiðingar þessarar frestunar geta orðið svæðunum norðan Hvalfjarðarganga dýrkeyptar í mörgum skilningi. Við þetta verður ekki unað!,“ skrifar Bjarnheiður Hallsdóttir á fésbókarsíðuna „Til öryggis á Kjalarnesi.

Bjarnheiður stofnaði á sínum tíma þrýstihóp um tafarlausar vegbætur á Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

Í ummælum við færslu Bjarnheiðar er ljóst að lítill stuðningur er við þessa ákvörðun. Skagamaðurinn Ragnar Már Valsson leggur til að farið verði í vel skipulagðar skyndilokanir á vel völdum dagsetningum.

 

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/01/breikkun-vesturlandsvegar-um-kjalarnes-frestad/

 

Auglýsing



Auglýsing