Bjarni klífur Everest í maí – einn Skagamaður hefur náð á toppinn

Auglýsing



Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, hyggst klífa Everest í næsta mánuði.

Þetta staðfesti Skagamaðurinn í samtali við Viðskiptablaðið.

Bjarni hefur áður greint frá því í fjölmiðlum að hann sé mikill áhugamaður um fjallgöngur og hefur hann meðal annars klifið hæsta fjall Suðurskautlandsins, Mt. Vinson. Nú bætir Bjarni um betur og glímir við hæsta fjall jarðar.

Everest er hæsta fjall jarðar, alls 8.844,43 metrar yfir sjávarmáli samkvæmt opinberum mælingum kínverska ríkisins frá október 2005.

Meira en 4000 manns hafa klifið fjallið en yfir 200 manns hafa látist við það.

Ef Bjarna tekst ætlunarverkið verður hann áttundi Íslendingurinn sem nær á hæsta tind heims en hann verður ekki fyrsti Skagamaðurinn sem klífur Everest.

Einn af þessum sjö sem hafa nú þegar klifið Everest er Skagamaðurinn Ingólfur Geir Gissurarson.

Hann náði tind­in­um 21. maí árið 2013. Hann stóð þá á fimm­tugu og var elsti Íslend­ing­ur­inn og eini ís­lenski af­inn sem hafði gengið á hæsta fjall heims. Ingólfur er eigandi fasteignasölunnar Valhallar. Hann var í fremstu röð í sundíþróttinni á árum áður og keppti fyrir ÍA.

Ingólf­ur Geir Giss­ur­ar­son og Mar­grét Svavars­dótt­ir, þegar hann kom heim til Íslands eftir Everest árið 2013.

Björn Ólafs­son, Ein­ar K. Stef­áns­son og Hall­grím­ur Magnús­son voru fyrstu Íslendingarnir sem fóru á topp Everest þann 21. maí árið 1997.

Har­ald­ur Örn Ólafs­son gekk næst­ur Íslend­inga á þetta hæsta fjall heims og stóð á tindi Ev­erest 16. maí 2002.

Ingólf­ur Geir Giss­ur­ar­son náði tind­in­um 21. maí árið 2013. Hann stóð þá á fimm­tugu og var elsti Íslend­ing­ur­inn og eini ís­lenski af­inn sem hafði gengið á hæsta fjall heims.

Leif­ur Örn Svavars­son náði tindi Ev­erest 23. maí. Hann er eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur farið norður­leiðina á Ev­erest, en hún er tækni­lega erfiðari en suður­leiðin. Leif­ur Örn hef­ur einnig komið á báða pól­ana.

Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir er eina íslenska konan sem hefur náð á Everest en hún fór á toppinn í maí árið 2017.

 

Auglýsing



Auglýsing