Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, kom í heimsókn í dag í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Vel var tekið á móti Katrínu og ávarpaði hún nemendur og starfsfólk í hátíðarsal FVA.
Katrín fór um skólann þar sem hún kom víða við, þar á meðal í kennslustund í lýðheilsu hjá nemendum á starfsbraut og í kennslustund í líffræði.
Einnig var gengið um raf-, tré-, og málmiðngreinadeildir skólans og nemendur og kennarar kynntu þau viðfangsefni sem þar eru efst á baugi um þessar mundir.
Notaði forsætisráðherra hvert tækifæri til að spjalla við nemendur og kennara um starfið í skólanum og ýmsa aðra hluti.
Nánar má lesa um heimsóknina á vef FVA.
Auglýsing
Auglýsing