Kaka ársins hefur á undanförnum árum verið í aðalhlutverki í aðdraganda konudagsins sem er sunnudaginn 24. febrúar.
Í ár verður engin undantekning á því. Kaka ársins 2019 verður að sjálfsögðu til sölu í Kallabakarí á Akranesi fyrir þá sem vilja gleðja sína nánustu á konudaginn.
Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís er höfundur köku ársins 2019 en hann varði titilinn frá því í fyrra á þessu sviði.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, fékk fyrstu köku ársins 2019 afhenta með formlegum hætti s.l. þriðjudag.
„Kakan er æðisleg, falleg, létt og góð, svo ég held hún muni falla mjög vel í kramið hjá landanum,“ segir Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, formaður Landssambands bakarameistara.
Keppnin um köku ársins fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð.
Hér má sjá lista yfir verðlaunakökurnar frá árinu 2003:
Dómarar að þessu sinni voru þau Berglind Ester Guðjónsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Gunnar Örn Gunnarsson og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Ölgerðinni.
Keppnin er haldin í samstarfi við Ölgerðina og eru gerðar kröfur um að kakan innihaldi beiskt marsipan og appelsínutröffel frá Odense.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig kaka ársins 2019 verður til í Kallabakarí.
Auglýsing
Auglýsing