Framkvæmdir á Dalbrautarreitnum hefjast á allra næstu dögum – en fyrsta skóflustungan var tekin í dag.
Á þessu svæði verður félagsaðstaða Félags eldri borgara á Akranes, FEBAN. Fjölmargar íbúðir verða byggðar á þessu svæði samhliða félagsaðstöðu FEBAN.
Dagurinn er því stór í sögu FEBAN því lengi hefur verið beðið eftir því að félagið fái aðstöðu undir starfsemi sína.
Í fyrsta áfanga verða 26 íbúðir, þjónustumiðstöð FEBAN auk bílakjallara. Það er leigufélagið BESTLA sem sér um framkvæmdina.
Þjónustumiðstöð aldraðra á Akranesi verður á einni hæð og heildarstærðin er um 1270 fermetra á einni hæð. Byggingin verður alls fimm hæðir og bílakjallari fyrir íbúa hússins
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness og Jón Ágúst Garðarsson, frá BESTLA, tóku til máls í morgun við skóflustunguna.
Myndband frá athöfninni má sjá hér fyrir neðan.
Leigufélagið Bestla var stofnað í mars 2011 af feðgunum Garðari Erlendssyni og Jón Ágústi Garðarssyni. Garðar og Jón Ágúst eru báðir menntaðir blikksmiðameistarar ásamt því er Jón Ágúst Véla- og Orkutæknifræðingur.
Samanlagt hafa þeir 70 ára starfsreynslu í verktakageiranum og hafa komið að fjölda verkefna að öllum stærðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum fasteigna, ásamt leigu og sölu á fasteignum.
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/25/ny-thjonustumidstod-eldri-borgara-mun-risa-vid-dalbraut/
Auglýsing
Auglýsing