Davíð Þór stal senunni á Eddunni – verðlaunaður fyrir Konu fer í stríð



Skagamaðurinn Davíð Þór Jónsson hlaut í gær Edduverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Kona fer í stríð.

Þakkarræða Davíðs Þórs vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV í gær.

Ræðuna má sjá með því að smella hér. 

Davíð sagði m.a. að stundum væri óþarfi að setja einhverja tónlistarleysu ofan á góða kvikmynd.

Hann fór síðan með ljóð um reykingar og sagði að ekki væri gaman að horfa á fjöll ef maður væri ekki að reykja eitthvað.

Davíð Þór Jónsson er fæddur á Seyðisfirði 27. júní 1978. Foreldrar hans eru þau Jenný Ásgerður Magnúsdóttir listakona, húsfreyja og skautritari og Jón Þórir Leifsson vélsmiður og lögreglumaður. Davíð á þrjá bræður, Daníel, Leif og Arnar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/12/skagamadurinn-david-thor-verdlaunadur-fyrir-tonlistina-i-kona-fer-i-strid/

 

 

 

Auglýsing



Auglýsing