Var leyndarmál Skagamanna að finna á Langasandi?



Langisandur hefur í gegnum tíðina verið notaður sem æfingasvæði fyrir ýmsar íþróttagreinar og þá aðallega knattspyrnu.

Knattspyrnufólk á öllum aldri notaði Langasand við hvert tækifæri yfir vetrartímann áður en Akraneshöllin var tekin í notkun.

Margir telja að æfingar Skagamanna á Langasandi yfir vetrartímann hafi gefið leikmönnum ákveðið forskot á keppinautana.

Hin þaulreyndi þjálfari, Bjarni, leitaði í reynslubanka Skagamanna um síðustu helgi þegar hann lét leikmenn Vestra æfa á dögunum í fjörunum við Bolungarvík. Æfingaaðstaða liðsins er á kafi í snjó og er notaður fyrir gönguskíðaæfingar um þessar mundir. Frá þessu var greint á vef HSV.

Skagamennirnir og bræðurnir Páll Sindri og Haukur Ingi Pálssynir leika með Vestra á næstu leiktíð í 2. deildinni undir stjórn Bjarna Jóhannessonar.

Sjá nánar í þessari frétt.

Frá æfingu Vestra í Bolungarvík.

Í myndasyrpunni hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu ÍA liðsins frá árinu 2006 sem fram fór að vetri til á Langasandi.

Þar voru margir þekktir kappar á æfingunni, Þórður Guðjónsson, Arnar Gunnlaugsson, Kári Steinn Reynisson, Ellert Jón Björnsson, Dean Martin, Ellert Jón Björnsson, Guðjón Heiðar Sveinsson.

Ólafur Þórðarson stýrði æfingunni en hann var þjálfari liðsins á þessum tíma. Ólafur hætti sem þjálfari um mitt tímabil og bræðurnir Arnar – og Bjarki Gunnlaugssynir tóku við þjálfun liðsins.

Mfl. · Langasandi
Mfl. · Langasandi
Mfl. · Langasandi
Mfl. · Langasandi

 

Auglýsing



Auglýsing