Eins og áður hefur komið fram eru fasteignir á Akranesi vinsælar á fasteignasöluvefjum landsins.
Akranes er greinilega ofarlega í huga þeirra sem eru að leita sér að fasteign.
Tvær fasteignir á Akranesi tróna í dag á toppnum yfir mest skoðuðu eignirnar á vefnum fasteignir.is.
Sú vinsælasta er einbýlishús við Skarðsbraut 2 en Hrefna Sigurðardóttir og Karvel Lindberg Karvelsson eiga það hús sem er rúmlega 200 fermetra einbýli á einni hæð.
Næst vinsælasta eign dagsins er prestbústaðurinn við Laugarbraut 3. Húsið er til á sölu eins og sjá má í þessari auglýsingu.
Tæplega 275 fermetra tveggja hæða einbýlishús, 8 herbergi og bílskúr.
Á kirkjuþingi sem fram fór árið 2017 var veitt heimild til þess að setja fasteignina í söluferli
en Laugarbraut 3 er í eigu kirkjumálasjóðs.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/26/vinsaelasta-fasteign-dagsins-a-islandi-er-a-akranesi/
Auglýsing
Auglýsing