Lagt til að hækka laun í vinnuskóla Akraness um 12,5%


Auglýsing


Unglingar á Akranesi sem eru á aldrinum 14-16 ára geta glaðst yfir því að allt stefnir í að þessi hópur fái 12,5% launahækkun í sumar í vinnuskólanum.

Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi skipulags – og umhverfisráðs í dag. Aðeins á eftir að samþykkja þessa tillögu í bæjarráði og þá verður þetta allt klárt.

Þess má geta að í fyrra hækkuðu launataxtar í vinnuskólanum á Akranesi um 10%.

Miðað við þessar forsendur og hvernig staðan var á vinnutíma unglinga á þessum aldri í fyrra þá gæti dæmið litið svona út: 

14 ára fá 619 kr. á tímann (var áður 550 kr.) og stendur til boða að vinna í hálfan mánuð samfellt, og í hálfan dag í hvert sinn. Til samanburðar þá var tímakaupið hjá þessu aldurshóp 400 kr. árið 2013.

15 ára fá 698 kr. kr. á tímann (var áður 620 kr.) og stendur til boða að vinna í 4 vikur allan daginn. Til samanburðar þá var tímakaupið hjá þessu aldurshóp 450 kr. árið 2013.

16 ára fá 928 kr. á tímann (var áður 825 kr.) og stendur til boða að vinna í 6 vikur allan daginn. Til samanburðar þá var tímakaupið hjá þessu aldurshóp 596 kr. árið 2013.

Auglýsing



Auglýsing