Sementsstrompurinn á Akranesi verður felldur á næstunni en ekki liggur fyrir hvenær það verður.
Í dag var unnið við að brjóta úr strompinum eins og sjá má á þessum myndum og myndbandi sem útsendari Skagafrétta tók eftir hádegi í dag. Myndbandið og myndirnar hér fyrir neðan segja alla söguna.
Strompurinn verður sprengdur en hann mun ekki falla til jarðar í heilu lagi.
Sérfræðingar frá dönsku verkfræðifyrirtæki hafa veitt fyrirtækinu Work North ráðgjöf við niðurrifið.
Fyrst verður efri hluti hans felldur með sprengihleðslu sem sett verður í strompinn í um 25 metra hæð.
Strompurinn er um 70 metra hár. Fjórum sekúndum eftir að fyrri sprengihleðslan hefur sprungið verður sú síðari sett í gang við rætur strompsins.
Nokkur hús sem eru staðsett alveg við strompinn verða rýmd í öryggisskyni.
Auglýsing
Auglýsing