Írskir Vetrardagar standa yfir á Akranesi og er heilmargt áhugavert á dagskrá á næstu dögum.
Í Gamla Kaupfélaginu verða landsþekktir listamenn með tónleika fimmtudaginn 14. mars sem eru afar áhugaverðir.
Unnur Birna Björnsdóttir söngkona og fiðluleikari og Björn Thoroddsen gítaristi verða þar á sviðinu.
Þau Unni og Björn þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum enda er hafa þau komið all víða við hérlendis og við mjög góðan orðstýr á erlendri grundu. Tónleika prógrammið er allskyns enda með þau tvö í fararbroddi sem geta spilað alla stíla og stílbrigði, það verður blús , jazz, django, Jethro Tull til dægur- og þjóðlaga, stoppað hjá Jimi Hendrix og í raun ekki alveg hægt að segja hvert tónleikarnir munu leiða okkur.
Smá rauður þráður í gegnum söguna og stílana.
Þeim til halds og traust verða Skúli Gíslason trommuleikari og Sigurgeir Skafti Flosason bassleikari.
Tónleikarnir eru eins og áður segir þann 14. mars klukkan 20:30 í Gamla Kaupfélaginu, alveg tilvalið að panta sér borð þar fyrir tónleika.
Auglýsing
Auglýsing