Skagakonan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tekur við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu af Sigríði Andersen.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi frá þessu rétt í þessu.
Þórdís Kolbrún tekur við embættinu vegna ákvörðunar Sigríðar um að stíga til hliðar úr ráðherrastóli í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem meðal annars var fjallað um skipun dómara í Landsrétt.
Þórdís mun sinna verkefnum dómsmála samhliða störfum sínum sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Um tímabundna ráðstöfun væri að ræða.
Þórdís Kolbrún var í byrjun árs 2017 skipuð ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hún er yngsta konan sem hefur gegnt ráðherrastöðu á Íslandi.
Bjarni rifjaði upp að Þórdís væri lögfræðingur að mennt og þekkti málaflokkinn en hún var áður aðstoðarmaður innanríkisráðherra, en dómsmálin voru þá hluti af verkefnum innanríkisráðuneytisins.
Samkvæmt okkar bestu upplýsingum er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjórði Skagamaðurinn sem er skipaður ráðherra. Hún tók við
Guðbjartur Hannesson var skipaður heilbrigðis -og velferðarráðaherra í september árið 2010, en áður hafði Ingibjörg Pálmadóttir verið heilbrigðisráðherra á árunum 1995-2000. Þorsteinn Briem, var ráðherra á árunum 1932-1933, en hann var sóknarprestur á Akranesi á þeim tíma.
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/01/12/thordis-yngsta-konan-sem-gegnir-radherrastodu-a-islandi/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/03/ur-brekko-a-topp-100-lista-yfir-ahrifamestu-ungmenni-i-stjornmalum-a-heimsvisu/
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/03/19/thordis-kolbrun-nyr-varaformadur-sjalfstaedisflokksins/
Auglýsing
Auglýsing