Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar ætlar að kippa ýmsu í lag hvað varðar umferðaröryggi í Hvalfjarðargöngunum. Þetta kemur fram í bréfi sem Bergþóra skrifaði til Bæjarstjórnar Akraness.
Fyrir skemmstu lýsti bæjarstjórnin yfir verulegum áhyggjum af stöðu öryggismála í göngunum einungis örfáum mánuðum eftir að Vegagerðin tók við rekstrinum og mönnuð vakt við göngin var lögð af.
Í svari Bergþóru kemur m.a. fram:
- Myndavélum verður fjölgað til muna og farið verður yfir allt myndavélakerfið.
- Bætt verður við CO og NO2 mengunarnemum til að gera stjórnun loftræstingar öruggari.
- Einnig verður bætt við trekknema til mæla lofthraða í göngunum.
- Lokunarslá við gangamunna verður gerð meira áberandi og sett beggja vegna vegar ásamt því verður vegrið við gangenda lagfært þegar líður nær vori.
Auglýsing
Auglýsing