Framsækið samstarfsverkefni Grundaskóla og Krabbameinsfélgs Akraness og nágrennis gerir það að verkum að nemandi sem getur ekki sótt skólann vegna veikinda getur tekið þátt í náminu með aðstoð tækninnar.
Vélmenni sem ber nafnið „Nærvera“ kemur til aðstoðar í slíkum tilvikum en það er hannað til þess að aðstoða nemendur sem geta ekki sótt skóla vegna langvarandi veikinda. Þetta kemur fram á vef Grundaskóla.
Um er að ræða nýjustu tækni og frumkvöðlastarf í íslenskum grunnskóla.
Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis festi kaup á vélmenni sem nefnist „Beam“ á ensku en í Grundaskóla er tækið kallað „Nærvera“.
Tækið mun vonandi í framtíðinni nýtast fleirum sem þurfa á að halda í langvarandi læknismeðferð.
Tækið virkar á þann hátt að nemandinn getur stjórnað Nærveru frá heimili sínu í gegnum tölvu, látið það ferðast um húsnæði skólans og átt samskipti við nemendur og starfsfólk Grundaskóla í rauntíma.
Stýrikerfið er ennfremur einfalt í notkun og notendavænt.
Við í Grundaskóla viljum færa Krabbameinsfélaginu miklar þakkir fyrir stuðninginn og hlökkum til samstarfssins á næstu misserum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband um Beam vélmenni: