Frábær sigur ÍA gegn HK í Lengjubikarkeppni kvenna – sjáðu mörkin



Kvennalið ÍA landaði sínum fyrsta sigri í B-deild Lengjubikarkeppni KSÍ með 4-1 sigri gegn HK/Víkingi. Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni.

Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en Ylfa Laxdal Unnarsdóttir jafnaði metin fyrir ÍA á 53. mínútu.

Þá var komið að Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur sem skoraði þrennu á síðustu 20 mínútum leiksins.

Þetta var fyrsti sigur ÍA í Lengjubikarkeppninni.

Auglýsing



Auglýsing