Sjáðu mörkin úr sigurleik ÍA gegn Magna – markaregnið heldur áfram



Karlalið ÍA vann góðan 4-1 sigur í gærkvöld gegn Magna frá Grenivík í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu.

Þetta var lokaleikur ÍA í riðlakeppninni en ÍA vann alla fimm leiki sína í riðlinum og leikur til undanúrslista gegn KA í keppninni.

Gengi ÍA hefur verið stórgott í þessari keppni. ÍA skoraði 18 mörk í fimm leikjum og fékk aðeins á sig 2 mörk.

ÍA skoraði því 3,6 mörk að meðaltali í þessum fimm leikjum.

Sá leikur fer fram næsta fimmtudag í Akraneshöllinni, 21. mars, og hefst kl. 18:00.

Hér má sjá mörkin úr leiknum sem fram fór í Boganum á Akureyri og var hann sýndur á Þór TV.

Auglýsing



Auglýsing