Alsæl og útkeyrð eftir frábæra helgi á landsmóti í Grundaskóla



„Alsæl og útkeyrð eftir frábæra helgi á TKÍ/KórÍs Landsmóti barna- og unglingakóra í Grundaskóla með frábærum kórkrökkum, kollegum og fleira eðal fólki,“ skrifar Valgerður Jónsdóttir tónlistarkennari og kórstjóri barnarkórs Grundaskóla á Akranesi eftir vel heppnað  landsmót barna – og unglingakóra sem fram fór á Akranesi um helgina.

„Ég fékk svo fallega blómvendi frá Tónmenntakennarafélaginu og svo foreldrum kórbarnanna minna. Æðisleg helgi sem lauk með glæsilegum tónleikum 230 barna og unglinga sem sungu sig inn í hjörtu allra,“ bætir Valgerður við á fésbókinni.

Skólakór Grundaskóla var gestgjafi mótsins en um 240 börn – og ungmenni þöndu raddböndin á Akranesi og var lokasýningin í dag í Grundaskóla.

Mót eins og þessi eru haldin annað hvert ár á mismunandi stöðum á landinu og í ár var röðin komin að Akranesi.

Hér má sjá myndir sem Kristín Eyjólfsdóttir tók á tónleikunum í dag.

Auglýsing



Auglýsing